Аннотация:Í greininni er fjallað um viðhorf til umhverfismála sem fram koma í rannsókn á áhuga og framlagi norrænna skaðatryggingafélaga á úrlausn umhverfislegra vandamála. Fyrirtæki taka á umhverfismálum vegna utanaðkomandi þrýstings, eða vegna innri hvata, til að mynda væntinga um að aðgerðir leiði til betri ímyndar, aukinnar sölu eða minni kostnaðar, eða af siðferðilegum hvötum sem byggja á gildismati leiðtoga í viðkomandi fyrirtæki. Rannsóknin leiðir í ljós mun á viðhorfi til umhverfismála innan vátryggingafélaga í svokölluðum eyjahópi annars vegar og meginlandshópi hins vegar. Mun jákvæðari afstaða til umhverfismála má greina hjá síðari hópnum, en jákvæð afstaða til umhverfismála er talin hafa hvetjandi áhrif á aðgerðir á sviði umhverfismála, en neikvæð afstaða sem er sýnileg innan eyjahópsins er talin hafa letjandi áhrif á aðgerðir á þessu sviði.